Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Arna Sigríður í 15. sæti í götuhjólreiðum á Paralympics

01.09.2021

 

Arna Sigríður Albertsdóttir hafnaði í fimmtánda sæti í seinni grein sinni, götuhjólreiðum, á Paralympics á tímanum 1:22,04 mín. Keppnin fór fram á Fuji kappakstursbrautinni norður af Tókýó og var brautin 26,4 km löng. Þátttaka Örnu Sigríðar í handahjólreiðum á Paralympics er söguleg þar sem hún er fyrsta íslenska hjólreiðakonan sem keppir á Paralympics. Arna Sigríður hefur nú lokið þátttöku sinni á Paralympics í Tókýó en í skemmtilegu viðtali við Örnu Sigríði og hennar þjálfara sem birtist á mbl.is í dag kemur fram að hún stefnir ótrauð á þátttöku á Paralympics í París 2024. Viðtalið við Örnu Sigríði má lesa hér.

Keppnin í götuhjólreiðunum var æsispennandi en það var Jennette Jansen frá Hollandi sem hreppti gullverðlaunin.