Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Mótakerfi BSFÍ sett í loftið

06.09.2021

Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) hefur tekið í notkun mótakerfi fyrir íþróttina hér á landi. Mótakerfið auðveldar aðgengi að upplýsingum tengdum mótum, keppendum, íþróttafélögum og að almennri tölfræði móta BFSÍ. Í mótakerfinu er meðal annars að finna úrslit úr öllum mótum á Íslandi, prófílsíðu fyrir hvern íþróttamann með öllum úrslitum viðkomandi frá árinu 2020 og síðar, mótalista yfir mót sem framundan eru, tölfræði um þátttöku á mótum, lista og upplýsingar um bogfimifélög á Íslandi, keppendaskrá og fleira. Öll bogfimifélög innan BFSÍ geta fengið aðgang að kerfinu og nýtt það í félagsstarfinu. 

Mótakerfið kemur upphaflega frá Sænska bogfimisambandinu árið 2019 og hefur verið í þróun frá því þá. Sænska sambandið bauð öðrum Norðurlandaþjóðum að taka þátt í þróun kerfisins. Bæði Noregur og Ísland nýttu sér það góða boð. BFSÍ hefur tekið virkan þátt í þróun kerfisins og byggt upp sitt eigið kerfi á grunni Sænska bogfimisambandsins undir stjórn Guðmundar Guðjónssonar formanns sambandsins sem annaðist uppsetningu íslenska kerfisins.

Ýmsar viðbætur við kerfið eru áætlaðar með tíð og tíma, svo sem Íslandsmetaskrá og listi yfir þjálfara og dómara í íþróttinni.