Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

Haukur Örn sæmdur Gullmerki ÍSÍ

22.11.2021

Á ársþingi Golfsambands Íslands 19. nóvember sl. var Haukur Örn Birgisson fráfarandi forseti GSÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Haukur Örn hefur starfað fyrir GSÍ í 20 ár, setið í stjórn þess í 16 ár og verið forseti í átta ár. Síðustu tvö árin hefur Haukur Örn einnig gegnt embætti forseta Evrópska golfsambandsins.  Undir hans stjórn hefur golfíþróttin dafnað vel. Iðkendum hefur fjölgað hratt og samsetning iðkenda breyst mikið, bæði hvað varðar aldursdreifingu og kynjaskiptingu. Haukur Örn hefur verið mjög virkur í þingstörfum á Íþróttaþingum ÍSÍ og leitt starf laganefndar þingsins á síðustu þingum. 

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ, afhenti Hauki Erni viðurkenninguna á ársþinginu og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.