Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Íþróttafólk Reykjavíkur verðlaunað

16.12.2021

Tilkynnt var um val á Íþróttakonu, Íþróttamanni og Íþróttaliði Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær, 15. desember.

Íþróttakona Reykjavíkur árið 2021 er Sandra Sigurðardóttir knattspyrnukona úr Knattspyrnufélaginu Val. Sandra er landsliðsmarkvörður og mun leika með kvennalandsliðinu í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu sem fer fram í Bretlandi sumarið 2022. Hún átti mjög gott tímabil í ár og stefnir á áframhaldandi afrek. Sandra er góð fyrirmynd og mikilvægur leikmaður í sínum liðum.

Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2021 er Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður úr Glímufélaginu Ármanni. Júlían varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigtarflokki á HM í kraftlyftingum þegar hann lyfti 380 kg, hann vann með miklum yfirburðum. Júlían varð einnig Evrópumeistari í réttstöðulyftu, einnig vann hann til brons verðlauna í samanlögðu þegar hann lyfti 1.105 kg. Árangurinn er einn besti árangur Íslendings á alþjóðamóti. Júlían vann einnig til gullverðlauna á Reykjavík International Games og er nú kominn með boð á heimsleikana í Alabama á næsta ári í Alabama (World Games 2022).

Íþróttalið Reykjavíkur árið 2021 er meistaraflokkur karla hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Víkingur er fimmta liðið á Íslandi til að vinna tvennuna, Íslands- og bikarmeistaratitlana. Liðið varð Íslands og Bikarmeistarar karla í knattspyrnu á árinu.

ÍSÍ óskar ofangreindu íþróttafólki innilega til hamingju með viðurkenningarnar, afrekin og árangur á árinu 2021.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍBR.

Mynd/ÍBR.