Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Samkomutakmarkanir hertar á miðnætti

14.01.2022

Á miðnætti verður hert á samkomutakmörkunum í ljósi fjölda smita í samfélaginu og álaginu á heilbrigðiskerfið.

Helstu reglur er varða íþróttastarf eru eftirfarandi: 

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 10 manns og á það við um börn og fullorðna.
  • Á æfingum og í keppnum hjá börnum og fullorðnum er heimilt að hafa 50 manns í hverju rými.
  • Áhorfendur eru bannaðir á íþróttaviðburðum en heimilt er að hafa fjölmiðlafólk á staðnum og gilda þá almennar fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir.
  • Áfram ber að sótthreinsa sameiginleg áhöld milli hópa og lofta vel út.
  • Á líkamsræktarstöðvum, skíðasvæðum og sund- og baðstöðum er heilmilt að taka á móti allt að 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.
  • Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu og börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin nálægðartakmörkunum en almennt gildir 2 metra regla í samfélaginu.

Sem fyrr hvetur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands alla til þess að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og að huga að eigin heilsu með því að hreyfa sig reglulega, gæta að nægum svefni og huga að því að næra sig vel á bæði líkama og sál.

Hér er hægt að sjá reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 15. janúar - 2. febrúar.
Hér er hægt að lesa minnisblað sóttvarnalæknis frá 13. janúar.