Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Hólmfríður Dóra og Snorri í eldlínunni í nótt og fyrramálið

10.02.2022

Á morgun, 11. febrúar, verða tveir spennandi viðburðir hjá íslenska hópnum á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í risastórsvigi í Yanqing í nótt og hefst keppnin kl. 03:00. Hún er með rásnúmerið 39 en alls eru 44 keppendur skráðir til leiks. Austurríkiskonan Ariane Raedler er með rásnúmer 1.

Keppendalisti risastórsvigsins.

Klukkan 07:00 að íslenskum tíma hefst svo 15 km skíðaganga karla og þar verður Snorri Einarsson á meðal keppenda. Snorri, sem er með rásnúmerið 11, verður ræstur kl. 07:05:30. Alls eru 99 keppendur skráðir til leiks í gönguna.

Keppendalisti skíðagöngunnar.

RÚV sýnir beint frá báðum viðburðum.