Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021

14.02.2022

Hafsteinn Már Sigurðsson leikmaður í blakdeild Vestra var útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021 þann 14. janúar síðastliðinn. Hafsteinn Már er fyrirliði blakdeildar Vestra, og er einn af öflugustu leikmönnum í úrvalsdeildinni og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Efnilegasti íþróttamaður ársins 2021 er Sudario Eiður Carneiro úr handknattleiksdeild Harðar. Sudario hefur náð miklum framförum sl. tvö ár og er mikilvægur hlekkur í toppliði Harðar í 1. deildinni.

Athöfnin í janúar var með allra minnsta sniði vegna samkomutakmarkana en eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar nýlega þá náðist loks að afhenda viðurkenningarskjöl til þeirra sem tilnefnd voru í vali íþrótta- og tómstundanefndar á íþróttamanni ársins og efnilegasta íþróttamanninum 2021.

Öll íþróttafélög innan HSV voru beðin um að tilnefna íþróttamann úr sínum röðum, bæði til íþróttamanns ársins og efnilegasta íþróttamanninn 2021 og voru tilnefningar sem hér segir:

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021
Anton Helgi Guðjónsson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Hafsteinn Már Sigurðsson – Blakdeild Vestra
Samúel Orri Stefánsson – Hjóladeild Vestra
Allir iðkendur – Íþróttafélagið Ívar
Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Bára Einarsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðar
Nicolaj Madsen – Knattspyrnudeild Vestra
Hilmir Hallgrímsson – Körfuknattleiksdeild Vestra

Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021
Jón Gunnar Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir – Blakdeild Vestra
Sudario Eiður Carneiro – Handknattleiksdeild Harðar
Embla Kleópatra Atladóttir – Hjólreiðadeild Vestra
Sveinbjörn Orri Heimisson – Skíðafélag Ísfirðinga
Guðmundur Arnar Svavarsson – Knattspyrnudeild Vestra
Sara Emily Newman – Körfuknattleiksdeild Vestra

Myndir: hsv.is og facebook HSV

Myndir með frétt