Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Sunna Jónsdóttir valin Íþróttamaður Vestmannaeyja

23.02.2022
Val á Íþróttamanni Vestmannaeyja 2021 var tilkynnt í gær á árlegu uppskeruhófi Íþróttabandalags  Vestmannaeyja (ÍBV), Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hlaut titilinn.

Sunna var í fimm ár í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi. Hún kom heim árið 2018 og hefur leikið með ÍBV síðan þá. Sunna hefur verið í mikilvægu hlutverki hjá ÍBV en hún er fyrirliði liðsins. Fyrr í þessum mánuði endurnýjaði hún samning sin við félagið til þriggja ára.

Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður fyrir yngri hóp og Elísa Elíasdóttir handknattleikskona fyrir þann eldri.

Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan:

2022 silfur merki ÍBV:
Davíð Þór Óskarsson
Jóhanna Alfreðsdóttir
Jónas Guðbjörn Jónsson
Salóme Ýr Rúnarsdóttir

2022 gull merki ÍBV:
Bergljót Blöndal
Magnús Sigurðsson
Ólafur Týr Guðjónsson

2022 Heiðurskross ÍBV úr gulli æðsta heiðursviðurkenning Íþróttabandalags Vm.
Jóhann Jónsson

2022 sérstök viðurkenning
Stefán Jónsson

Mynd: mbl.is / Sigfús Gunnar