Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Drög að breytingum á lögum um samskiptaráðgjafa

11.03.2022

ÍSÍ vekur athygli á drögum að frumvarpi til laga um breytingar um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019 sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt. Samskiptaráðgjafinn hefur starfað í tvö ár og þörfin fyrir úrræðið hefur sýnt sig. Frá þeim tíma sem lög um samskiptaráðgjafa tóku gildi hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarpið þess vegna nú sett fram.

ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína til að kynna sér málið vel og senda inn umsögn um drögin. Umsagnarfrestur er til 14. mars nk. 

Drög að frumvarpi til laga um breytingar um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019.

Slóð á málið í Samráðsgátt er hér.