Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Sameiginleg yfirlýsing ráðherra íþróttamála 37 ríkja

14.03.2022

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað sameiginlega yfirlýsingu ráðherra íþróttamála 37 ríkja, þ.m.t. ráðherra Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um aðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi (Belarús) á sviði íþrótta vegna innrásarinnar í Úkraínu. Íþróttasambönd eru þar hvött til að:

  • heimila hvorki Rússlandi né Hvíta-Rússlandi að halda alþjóðlega íþróttaviðburði,
  • heimila ekki keppendum, skipuleggjendum og liðum sem keppa fyrir hönd Rússlands eða Hvíta-Rússlands að keppa í öðrum löndum. Þetta á einnig við um þau sem keppa fyrir hönd aðila, borga eða vörumerkja sem standa fyrir Rússland eða Hvíta-Rússlandi, þ.m.t. stór knattspyrnufélög,
  • takmarka fjárveitingar og stuðning aðila með tengingu við Rússlandi eða Hvíta-Rússland.

Einnig eru íþróttasambönd hvött til að refsa ekki íþróttafólki, þjálfurum og dómurum sem ákveða að rifta samningi við félög frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi eða Úkraínu. Auk þess eru þau hvött til að refsa ekki skipuleggjendum fyrir að meina íþróttamönnum eða -liðum sem keppa fyrir hönd Rússlands eða Hvíta-Rússlands þátttöku í íþróttaviðburðum.

Yfirlýsingin er á ensku og má lesa hana hér í heild sinni.