Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Gunnar endurkjörinn formaður UMSS

15.03.2022

 

Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar var haldið laugardaginn 12. mars sl. í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þingið gekk vel fyrir sig og var góð þátttaka í nefndarstarfi. Rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári og skilaði nokkuð meiri hagnaði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þinginu var fjallað um endurskoðuð lög sambandsins og fleiri tillögur, þar á meðal var samþykkt hvatning til sveitarfélagsins um stefnumörkun í íþróttamálum í samstarfi við UMSS og að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu verði hraðað.

Gunnar Þór Gestsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Ný í stjórn voru kjörin þau Jóel Árnason og Kolbrún Passaro en fyrir í stjórn voru þau Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Þorvaldur Gröndal.

Tilkynnt var um ýmsar viðurkenningar UMSS og voru þær afhentar á þinginu. Íþróttamaður UMSS 2021 er Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður, Lið ársins 2021 er kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar og Þjálfari ársins 2021 er Helgi Jóhannesson.

 

Myndir með frétt