Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Íslenski hópurinn á EYOF

17.03.2022

 

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar hefst 20. mars nk., í Vuokatti í Finnlandi.  ÍSÍ verður með hóp keppenda á aldrinum 15 - 18 ára á hátíðinni sem stendur yfir til 25. mars nk. Átta íslenskir keppendur keppa í alpagreinum, fjórir í gönguskíðagreinum, fjórir í snjóbrettagreinum og einn keppandi í listskautum. Alls verður keppt í níu íþróttagreinum á hátíðinni. Brynja Guðjónsdóttir verkefnastjóri á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ verður aðalfararstjóri í ferðinni. 

Á leikunum verður einnig ungur liðsauki, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, sem mun hafa það hlutverk í ferðinni m.a. að sinna fréttaskrifum og birtingu efnis á heimasíðu ÍSÍ og samfélagsmiðlum.

Starfsfólk ÍSÍ hefur haft í ýmsu að snúast við undirbúning ferðarinnar síðustu dagana, pakka búnaði og sjá m.a. til þess að hópurinn uppfylli kröfur mótshaldara vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður spennandi að fylgjast með íslensku keppendunum spreyta sig á meðal jafnaldra frá öðrum Evrópulöndum en hátíðin er frábær undirbúningur fyrir þátttöku í ólympískum verkefnum í framtíðinni.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ munu sækja fyrri hluta hátíðarinnar og Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Valdimar Leó Friðriksson meðstjórnandi sækja seinni hluta hennar. Að auki verður Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi og stjórnarmaður í Evrópusambandi ólympíunefnda á hátíðinni sem í embættisstörfum og sem formaður EOC EYOF Commission.

Listi yfir þátttakendur frá Íslandi í hátíðinni.

Heimasíða hátíðarinnar.

Facebook síða hátíðarinnar.