Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

EYWOF - Fyrsti keppnisdagur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

22.03.2022

 

Fyrsti keppnisdagurinn á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYWOF) í Voukatti Finnlandi var í gær, mánudag. 
Skíðagöngumennirnir Einar Árni Gíslason, Ólafur Pétur Eyþórsson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Ævar Freyr Valbjörnsson voru fyrstir Íslendinganna til þess að hefja keppni, þegar þeir kepptu í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð.
Ævar Freyr Valbjörnsson var með besta tíma Íslendinganna, en hann kom í mark á tímanum 28:05:06 sem skilaði honum 71. sæti. Sveinbjörn Orri Heimisson kom í mark í 73. sæti á tímanum 28:49:01, Einar Árni Gíslason var í 74. sæti á tímanum 29:11:00 og Ólafur Eyþór Pétursson í 75. sæti á tímanum 32:38:06. 
Strákarnir voru ánægðir með brautina en voru sammála um að blautt færi hafi gert aðstæður krefjandi. 
Aðrir keppendur íslenska hópsins áttu góðan og sólríkan æfingadag í Voukatti.
Það verður nóg að gera hjá íslenska hópnum í dag, þriðjudag þar sem keppt verður í svigi karla og kvenna, Big Air á snjóbretti karla og kvenna og 7,5 km skíðagöngu karla með hefðbundinni aðferð. 

Dagskrá íslensku keppendanna í dag:
07:00 Svig karla, fyrri ferð
08:15 Big Air, kvenna 
09:10 Svig karla, seinni ferð
09:25 Skíðaganga karla, 7,5 km hefðbundin aðferð
09:45 Big Air karla, riðill 1
11:30 Big Air karla, riðill 2
12:00 Svig kvenna, fyrri ferð
14:00 Svig kvenna, seinni ferð
(tímasetningar eru miðaðar við íslenskan tíma)

Myndir með frétt