Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Góð þátttaka í þingi USVS

30.03.2022

 

Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) fór fram á Hótel Laka 29. mars. Góð mæting var á þingið en þar komu saman 27 þingfulltrúar, auk gesta. Það ríkir góð samheldni í íþróttahreyfingunni á svæðinu og lá tilhlökkun í loftinu um komandi sumar með tilheyrandi íþróttastarfi.

Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins og var Fanney Ásgeirsdóttir endurkjörin í embætti formanns en aðrir í stjórn sambandsins eru þau Árni Jóhannsson, Ragnar S. Þorsteinsson, Sif Hauksdóttir og Sigmar Helgason,   Varastjórn skipa þær Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sabina Victoria Reinholdsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir.

Á þinginu voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks USVS 2021. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir var útnefnd Íþróttamaður USVS 2021. Hún varð Íslandsmeistari í 100 m skeiði ungmenna og í 2. sæti í 150 m skeiði ungmenna á árinu, með hryssuna Ylfu frá Miðengi. Sigríður Ingibjörg er fyrsti iðkandi Hestamannafélagsins Sindra til að vinna Íslandsmeistaratitil í hestaíþróttum. Eyjólfur Lárus Guðbjörnsson frjálsíþróttamaður var útnefndur Efnilegasti íþróttamaður USVS 2021.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði við þingsetningu.

Mynd/USVS.