Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Skýrsla starfshóps ÍSÍ um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni

19.05.2022

Starfshópur á vegum ÍSÍ sem var falið að fjalla um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni skilaði fyrir nokkru síðan af sér skýrslu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Skýrslan hefur verið til umræðu á fundum framkvæmdastjórnar ÍSÍ auk þess sem að kallað hefur verið eftir umsögn frá sambandsaðilum ÍSÍ.

Er það mat starfshópsins að ekki sé unnt að ráðleggja aðilum innan íþróttahreyfingarinnar að setja reglur sem ómögulegt er að framfylgja og sem kunna jafnvel að vera andstæðar settum lögum.
Hins vegar er að mati starfshópsins hægt að grípa til ýmissa aðgerða og leggur starfshópurinn til sjö aðgerðir sem framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú þegar hafið vinnu að.

Skýrslu starfshópsins má lesa hér á vef ÍSÍ.

Ljóst er að ekki hefur það markmið náðst að setja reglur og viðmið um verkferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða þegar upp koma alvarleg brot innan íþróttahreyfingarinnar að öllu leyti. 
Sameiginlegir verkferlar verða gefnir út fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf af vinnuhópi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarf á næstunni og hvetur starfshópurinn til þess að íþróttahreyfingin starfi samkvæmt þeim.