Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
24

Starfsamt ársþing UÍF

25.05.2022

 

Ársþing Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar fór fram í vallarhúsinu á Ólafsfirði þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn. Samtals voru 23 þingfulltrúar mættir af 33 mögulegum. Þingforseti var Óskar Þórðarson sem stýrði þinginu með mikilli prýði.

Þingið var starfsamt, miklar umræður sköpuðust um tillögur sem lágu fyrir þinginu, m.a. um ávöxtun fjármuna sem fengust vegna sölu á félagsaðstöðunni á Hóli í Siglufirði og um mögulega ráðningu framkvæmdastjóra í hálft eða heilt starf.  Þessar tillögur voru settar í farveg og er stjórn ætlað að vinna áfram að athugun á kostum og göllum við ráðningu framkvæmdastjóra en skipaður var vinnuhópur um ráðstöfun fyrrgreindra fjármuna. 

Formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var nýr formaður kjörinn á þinginu, Óskar Þórðarson. Stjórn UÍF skipa, auk Óskars, þau Arnheiður Jónsdóttir, Anna Þórisdóttir, Eva Björk Ómarsdóttir og Kristján Hauksson.  Varamenn í stjórn eru þau Jónína Björnsdóttir og Jón Garðar Steingrímsson. 

Starfsmaður stjórnar er Brynja I. Hafsteinsdóttir. 

Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ. Myndin er af Óskari Þórðarsyni nýkjörnum formanni UÍF.