Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

„Börn­um í íþrótt­um líður bet­ur, þau sofa meira, eru ham­ingju­sam­ari og geng­ur bet­ur í námi" sagði Margrét Lilja Guðmundsdóttir

29.05.2022

Málþing á vegum ÍSÍ og UMFÍ var haldið á dögunum á Hilton Nordica með yfirskriftinni „Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi“. Á dagskránni voru áhugaverð og gagnleg erindi.  

„Mik­il­vægt er að efla þátt­töku barna af er­lend­um upp­runa í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi, enda ljóst að skipu­lagt starf er mik­il­væg fé­lags­leg og heil­brigðis­leg for­vörn" sagði Ásmund­ur Ein­ar Daðason mennta- og barna­málaráðherra meðal ann­ars þegar hann opnaði málþingið. Ásmundur fagnaði þessu framtaki íþróttahreyfingarinnar.

Margét Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Rann­sókn­um og grein­ing­um og kenn­ari við íþrótta­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, fór yfir niður­stöður rannsóknanna „Ungt fólk“ sem lagðar eru fyr­ir grunn­skóla­börn einu sinni á ári. „Ekk­ert land í heim­in­um safn­ar og not­ar svona gögn,“ sagði Margrét og lagði  áherslu á að ís­lenska for­varn­ar­mód­elið sé heims­frægt og inn­leiðing á því sé að eiga sér stað víða um heim. Í fyrirlestrinum kom fram að helstu áhættuþætt­ir í tengsl­um við vímu­efna­neyslu barna og ung­menna sé jafn­ingja­hóp­ur­inn og óskipu­lagðar at­hafn­ir. Vernd­andi þætt­ir væru skipu­lagt íþrótta- og tóm­stund­astarf og stuðning­ur for­eldra. Sjö­tíu og fimm pró­sent af vöku­tíma barna á Íslandi, væri frí­tími og þar af leiðandi mik­il­vægt að börn sæki skipu­lagða starf­semi í um­sjón full­orðins fagaðila, og hangsi sé eytt út úr dag­skránni. „Börn­um í íþrótt­um líður bet­ur, þau sofa meira, eru ham­ingju­sam­ari og geng­ur bet­ur í námi.“
Sjá­an­leg­ur mun­ur er í dag, og hef­ur verið und­an­far­in ár, á þeim sem börn­um sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð ís­lenska, sam­an­borið við börn frá heim­il­um þar sem einungis önn­ur tungu­mál eru töluð. Þau síðarnefndu eru mun ólík­legri til að sækja skipu­lagt íþrótt­astarf. Mar­grét benti á að börn­in séu mörg af aust­ur-evr­ópsk­um upp­runa eða frá spænsku­mæl­andi lönd­um, þar sem íþrótt­ir hafi nán­ast ekk­ert for­varn­ar­gildi. „Börn af er­lend­um upp­runa eru lík­legri til að gegna frek­ari hlut­verk­um á heim­ili sínu en ís­lensku bóm­ull­ar­hoðrarn­ir okk­ar. Koma kannski frá menn­ing­ar­heim­um þar sem meiri áhersla er lögð á það. Þá séu fjár­hagsaðstæður lík­legri til þess að hindra frí­stundaiðkun barna af er­lend­um upp­runa.“

Næstur tók til máls Jóhannes Guðlaugs­son, verk­efna­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Breiðholts en hann hef­ur að und­an­förnu stýrt verk­efn­inu „Frí­stund­ir í Breiðholti“ þar sem mark­miðið er að ná fram auk­inni þátt­töku, fé­lags­legri virkni og sam­tvinn­a ís­lenskuna inn í frí­stund­a­starfið. Jóhannes ræddi m.a.  um að það væri lykilatriði í hans huga að standa vel að kynningarmálum. Bæði þurfi að ná til barn­a og for­eldr­a, en einnig til annarra um­sjón­araðila, svo sem kenn­ara. Kenn­ar­ar hafa aðstoðað við að koma auga á hvaða börn taka engan þátt í skipulögðu frístundastarfi. Í um­ræddu verk­efni sinn­ir Jó­hann­es hlut­verki frí­stunda­tengils. Hann veit­ir þannig aðstoð við skrán­ingu, hlustar á óskir barna og ungmenna um frístundatilboð og tryggir teng­ingu við fólk af er­lend­um upp­runa. „Það er ekki nóg að opna bara faðminn, við verðum að sækja þessa ein­stak­linga,“ sagði Jó­hann­es.

Svo­kallaðir sendi­herr­ar Breiðholts, eru einstaklingar af erlendum uppruna sem Jó­hann­es hef­ur fengið til þess að brúa bilið milli kerf­is­ins og inn­flytj­enda. Einn af sendiherrunum María Sastre spænskumælandi eðlisfræðikennari í framhaldsskóla, útskýrði hlutverk sitt á málþinginu og sagði m.a. „Við erum inn­flytj­end­ur sem get­um talað ís­lensku. Við erum með gott tengslanet við aðra inn­flytj­end­ur sem tala okk­ar móður­mál. Okk­ar hlut­verk er að brúa bilið milli ólíkra þjóða og menn­ing­ar­heima í hverf­inu,“ sagði hún.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ kynnti verkefnið „Allir með!“ sem er samfélagsverkefnið og er ætlað að stuðla að jöfnum tækifærum barna til þess að tilheyra samfélaginu. Lagt er upp með að öll börn séu í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að allir sem starfa með börnum vinni að vellíðan þeirra með skipulögðum hætti. Í máli Hilmu kom fram að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna er mjög hátt í Reykjanesbæ eða um fjórðungur íbúa. 

Samtal við fulltrúa fjögurra félaga sem öll fengu styrk til að vinna sérstaklega að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í íþróttastarfi  var næst á dagskrá. Þessir aðilar voru Ragnar Sverrisson frá Dansfélaginu á Bíldshöfða, Dagný Finnbjörnsdóttir frá HSV, Kristín Þórðardóttir frá Sunddeild KR og Sarah Smiley frá Skautafélagi Akureyrar. Verkefnin voru mislangt komin, en áhugavert verður að sjá niðurstöðurnar í haust þegar þróunarverkefnunum lýkur. 

Síðust á mælendaskrá var Sema Erla Ser­d­ar, fram­kvæmda­stýra Æsku­lýðsvett­vangs­ins. Sema kynnti fjölmenningarstefnu, sem miðar að því að koma í veg fyr­ir mis­mun­un í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Fjölmenningarstefn­an inni­held­ur inn­gang, yf­ir­lýs­ingu, mark­mið, aðgerðir til að ná mark­miðum og ábyrgð. Sema seg­ir ábyrgðar­hlut­ann mik­il­væg­an því ólík­legt sé að breyt­ing­ar verði ef eng­inn ber ábyrgð á þeim. 
Með inn­leiðingu stefn­unn­ar skuld­bindi íþrótta­fé­lög­in sig til að stuðla mark­visst að þess­um verk­efn­um og inn­gild­ingu barna af er­lend­um upp­runa. Rétt hug­taka­notk­un skipti einnig miklu máli. Börn af er­lend­um upp­runa sem taki þátt í íþrótt­a­starf­semi þurfi að upp­lifa að þau séu vel­kom­in, að þau séu virk­ir þátt­tak­end­ur, til­heyri heild og upp­lifi ör­yggi. Afstaða fé­lag­anna þurfi að vera skýr varðandi það að líða ekki for­dóma eða hat­ursorðræðu, ryðja þarf hi­dr­un­um úr vegi og auka þannig þátt­töku barna af er­lend­um upp­runa.

Málþinginu stýrði Markús Máni Mikaelson Maute. Málþingið var vel sótt og talsverður fjöldi fylgdist einnig með í streymi. Málþingið er aðgengilegt hér

 

 

Myndir með frétt