Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Ársþing GSSE 2022

13.06.2022

Ársþing Games of the Small States of Europe (GSSE), samtaka smáþjóða sem þátt taka í Smáþjóðaleikunum, fór fram á Möltu 3. júní sl. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Lárus L. Blöndal forseti, Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi.

Í tengslum við ársþingið var einnig haldinn vinnufundur um framtíð leikanna, stefnumótun og skipulag. Einnig var haldinn fundur tækninefndar GSSE. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf ekki áfram kost á sér í tækninefndina og tók Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sæti í nefndinni í hans stað.

Næstu Smáþjóðaleikar verða haldnir á Möltu á næsta ári. Undirbúningur þeirra leika gengur vel og verður merki leikanna kynnt fljótlega. Keppnismannvirki voru skoðuð í þessari ferð og eru þau í flottu standi. Áætlað er að fjöldi keppenda verði um 1.000 en keppt verður í frjálsíþróttum, körfuknattleik, júdó, rugby-7, siglingum, sundi, skotíþróttum, skvassi, tennis og borðtennis.

Myndir með frétt