Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Hópur frá Frakklandi

13.06.2022

Vikuna 30. maí til 3. júní var átta manna hópur frá þremur samtökum tengdum íþróttahreyfingunni frá Frakklandi staddur hér á landi til að kynna sér uppbyggingu, skipulag og starfsemi íþrótta á Íslandi. Þau komu frá tveimur fræðslusetrum í Suður-Frakklandi þar sem boðið er uppá menntun þjálfara og þjálfun íþróttafólks í hinum ýmsu íþróttagreinum. Ferðin var farin í tengslum við Erasmus+ verkefni sem þau eru að setja á laggirnar í tengslum við starfsnám nemenda og kennara. Hópurinn hafði sérstakan áhuga á útiíþróttum og var hluti af hópnum einnig tengdur The European Network of Outdoor sports (ENOS).

Markmið ferðarinnar var meðal annars að auka skilning þátttakenda á formlegum menntastefnum og menntakerfum í óformlegu námi, starfsþjálfun í íþróttum, útiíþróttum og æskulýðsstarfi. Einnig að skiptast á reynslu og hugmyndum við skipulag fræðslu og þjálfunar á sviði æskulýðsstarfs, óformlegrar menntunnar, náms án aðgreiningar, íþróttir og útiíþróttir og til að varpa ljósi á uppeldis- og menntunarlíkanið á Íslandi. 

Hópurinn átti athvarf í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal vikuna sem þau voru í heimsókn og fékk þar kynningu frá ÍSÍ um starf og uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar. Þau héldu lítinn kynningarfund um hvað þau eru að fást við í Frakklandi og hvaða tækifæri liggja þar með framtíðar samtali og samstarfi. Þau heimsóttu íþróttafélög, skoðuðu mannvirki, hittu fulltrúa frá sérsamböndum og fengu kynningu frá framhaldsskólum.

Þau kvöddu landið með fullt af nýjum tengingum og strax byrjuð að móta og skoða möguleika á að senda hingað nemendur í tveggja vikna starfsnám í gegnum Erasmus+ og skoða ýmis tækifæri til frekara samstarfs á milli landanna í framtíðinni.

Myndir með frétt