Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Evrópu- og Íslandsmet á HM í klassískum kraftlyftingum

14.06.2022

 

Landsliðshópurinn í klassískum kraftlyftingum gerði góða ferð á HM í Suður-Afríku. Árangur liðsins á mótinu er besti heildarárangur í sögu Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) og hefur vakið mikla athygli, skv. fréttatilkynningu frá KRAFT.

Hæst tróna silfurverðlaun Kristínar Þórhallsdóttur í -84kg flokki. Þær Kristín og Lucie Stefanikova unnu fern greinaverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Þær settu svo Evrópumet fimm sinnum á mótinu. Kristín tvíbætti Evrópumetið í hnébeygju og tvíbætti Evrópumetið í samanlögðu í -84kg flokki. Lucie bætti Evrópumetið í hnébeygju í -76kg flokki.

Keppendur settu samtals 17 Íslandsmet.

Íslensku keppendurnir skipuðu sér í 2., 8., 12., 13., 15., 17. og 17. sæti á þessu óvenju fjölmenna og sterka móti.

ÍSÍ óskar KRAFT og landsliðinu innilega til hamingju með árangurinn á mótinu.

Mynd/KRAFT.