Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
30

Framtíðin björt í handknattleik

15.08.2022

 

U-18 ára kvenna- og karlalið HSÍ hafa staðið í eldlínunni undanfarnar vikur, í keppni á HM og EM.

U-18 landslið kvenna  í handknattleik náði nýverið besta árangri sem íslenskt kvennalandsliðs hefur náð á HM en mótið var að þessu sinni haldið í Skopje í Norður-Makedóníu. Stelpurnar lönduðu 8. sætinu eftir æsispennandi leik við Egyptaland þar sem vítakeppni þurfti til að knýja fram sigur í leiknum. Stelpurnar spiluðu allt mótið af miklum krafti og voru mjög nálægt því að ná enn lengra en engu að síður sögulegur árangur hjá þeim og glæsilegur. 

U-18 ára landslið karla varð svo í 10. sæti á EM um helgina eftir tapleik í Svartfjallalandi gegn Færeyingum þar sem 9. sætið var í húfi. Með þeim árangri hafa þeir tryggt liðinu sæti á HM í Króatíu á næsta ári og EM 20 ára liða eftir tvö ár.

Það verður spennandi að fylgjast með öllu þessu flotta unga fólki í framtíðinni.

Myndir/HSÍ

Myndir með frétt