Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
2

Anton Sveinn sjötti í 200m bringusundi á EM50

16.08.2022

 

EM50 í sundi stendur yfir þessa dagana í Róm á Ítalíu. Fjórir íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu og hafa nú lokið keppni þó að mótið standi yfir til 21. ágúst nk.

Anton Sveinn McKee náði frábærum árangri í 200m bringusundi en hann lenti í 6. sæti í úrslitasundinu eftir vel útfært sund. Sannarlega eftirtektarverður árangur, ekki síst í ljósi þess að hann glímdi við veikindi skömmu fyrir mótið. Anton Sveinn náði einnig sjötta sætinu á HM50 í júnímánuði og því ljóst að hann er í frábæru formi.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði inn í 16 manna úrslit í 200m skriðsundi og endaði í 15. sæti. Símon Elías Statkevicius var á sínu fyrsta stórmóti í flokki fullorðinna og náði að bæta tíma sinn í þremur af þeim fjórum greinum sem hann tók þátt í en hann keppti bæði í skriðsunds- og flugsundsgreinum. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tók þátt í 50m skriðsundi og synti á tímanum 26,29 en hún hefur synt tvisvar sinnum á tímanum 26,09 fyrr á þessu ári. Jóhanna Elín keppti einnig í flugsundi á mótinu.

Nánari fréttir af mótinu er að finna á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Mynd/SSÍ