Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Ólympíuhlaup ÍSÍ - þrír skólar dregnir út

11.10.2022

 

Ólympíuhlaup ÍSÍ var formlega sett í Grunnskóla Grindavíkur þann 7. september síðastliðinn. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hver skóli sem tekur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ fær viðurkenningu þar sem fram kemur hversu margir nemendur tóku þátt og heildarfjöldi kílómetra sem nemendur lögðu að baki.

Þátttakan í ár er mjög góð en nú hafa 70 grunnskólar skilað inn niðurstöðum og hafa 15.051 nemandi hlaupið samtals 56.425 kílómetra eða tæplega 43 sinnum í kringum landið.

Í ár eins og undanfarin ár hafa þrír skólar sem lokið hafa hlaupinu og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ verið dregnir út. Þessir skólar eru Laugarnesskóli í Reykjavík, Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit og Urriðaholtsskóli í Garðabæ. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, en bendir jafnframt á að enn er hægt að hlaupa og fá viðurkenningarskjal þó að búið sé að draga út vinningana.

Samstarfsaðilar Ólympíuhlaups ÍSÍ eru Mjólkursamsalan sem hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi og gefið nemendum þess skóla sem opnar hlaupið mjólk, og Íþrótta-og heilsufræðingafélag Íslands.

Skráning fer fram hér

Myndir frá Ólympíuhlaupi ÍSÍ má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér