Skemmtilegt skólablak!
11.10.2022
ÍSÍ er umsjónaraðili Íþróttaviku Evrópu ár hvert og fær til þess styrk frá Evópusambandinu í gegnum Erasmus +. Sá styrkur er nýttur meðal annars til að styrkja fjölbreytileg verkefni í íþróttahreyfingunni. Eitt af þeim er Skólablak, samstarfsverkefni Blaksambands Íslands (BLÍ), Evrópska blaksambandsins (CEV), Kristals, ÍSÍ, UMFÍ og blakfélaga á öllu landinu.
Skólablak er fyrir skemmtilegt verkefni fyrir nemendur í 4. - 6. bekkjum grunnskóla. Markmiðið með verkefninu er að kynna blakíþróttina fyrir grunnskólanemendum og kennurum til að auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábært hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla. Verkefnið hófst 27. september sl. og stendur fram í nóvember.
Næstu viðburðir eru áætlaðir sem hér segir:
| Dagsetning | Bæjarfélag | Staðsetning |
| 11.10. | Reyðarfjörður | Fjarðabyggðarhöllin |
| 12.10. | Höfn í Hornafirði | Íþróttahús |
| 14.10. | Kópavogur | Kórinn |
| 25.10. | Húsavík | Íþróttahús |
| 26.10. | Akureyri | Boginn |
| 27.10. | Siglufjörður | Íþróttahús |
| 28.10. | Hvammstangi | Íþróttahús |
| 01.11. | Keflavík | Reykjaneshöllin |
| Dags. óstaðfest | Ísafjörður | Torfsnes |
| Dags. óstaðfest | Grundarfjörður | Íþróttahús |
| Dags. óstaðfest | Akranes | Akraneshöllin |
.jpg?proc=250x250)
