Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Frábær stemning á sigurleik kvennalandsliðsins í körfuknattleik

29.11.2022

 

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) var með skemmtilega hátíð í tengslum við átakið „Stelpur í körfu” fyrir leik kvennalandsliðsins í körfuknattleik gegn Rúmeníu um síðastliðna helgi. Var öllum krökkum sem mættu á hátíðina gefinn bolur frá KKÍ og gátu þau einnig unnið til verðlauna af ýmsu tagi. Boðið var upp á m.a. körfuknattleiksþrautir, andlitsmálun, lukkuhjól með vinningum og myndabás með landsliðsmanni. 

Eftir leikinn, fengu allir sem tóku þátt í ofangreindri dagskrá tækifæri til fagna með liðinu inni á vellinum og að vera með á hópmynd með landsliðinu.

Gríðarlega góð stemning var á leiknum, sem var frábær sigurleikur í undankeppni EM 2023. Ekki skemmdi fyrir að Sara Rún Hinriksdóttir setti nýtt stigamet í leiknum, skoraði 33 stig sem er það hæsta sem nokkur í A-landsliðum Íslands hefur skorað í einum og sama landsleiknum á heimavelli.

Mynd/KKÍ