Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
26

Landsmenn syntu samtals 10,2 hringi í kringum Ísland

09.12.2022

Syndum, landsátak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (SSÍ) í sundi hófst með formlegum hætti 1. nóvember í Laugardalslaug og lauk miðvikudaginn 30. nóvember s.l. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er heilsubætandi og góð leið til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er jafnframt skemmtileg tómstundaiðja. Þetta átak er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu sem tókst vel í ár. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Markmiðið með Syndum var að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Til þess að taka þátt skráðu þátttakendur sig inn á www.syndum.is og skráðu metrana sem þeir syntu.

Á tímabilinu skráðu 1.157 einstaklingar sundmetrana sína á heimasíðu átaksins, en jafnframt voru 726 manns sem skáðu sundmetrana sína á þar til gerð skráningarblöð sem lágu í afgreiðslum flestra sundlauga landsins. Það voru því samtals 1.883 aðilar sem skráðu ferðir sínar á meðan á átakinu stóð og syntu 13.515 km sem gera 10,2 hringi í kringum landið.

Almenn ánægja var meðal þátttakenda með átakið og virðast margir hafa nýtt sér það sem hvatningu til að synda oftar, lengra en einnig til að bæta sundtækni sína. Þrisvar í viku voru þátttakendur dregnir út í skráningarleik og hlutu gjafír frá Skraf, H-verslun og New Wave Iceland. Aukaverðlaun voru dregin út 1. desember og fengu þá heppnir þátttakendur snyrtivörur frá Taramar, 2 fengu árskort í sund frá ÍTR og tveir fengu árskort í sund frá Akureyrarbæ.

ÍSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt, en einnig ber að þakka starfsmönnum sundlauga sem héldu utan um skráningarblöðin og hvöttu sundgesti óspart áfram í átakinu. Hér má sjá vegalengdir sem syntar voru í hverri sundlaug.