Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Hver verður Íþróttaeldhugi ársins 2022?

23.12.2022

ÍSÍ, í samvinnu við Lottó, stendur fyrir þeirri nýbreytni samhliða kjöri um kjör Íþróttamanns ársins þann 29. desember nk., að útnefna í fyrsta skipti Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Kallað var eftir tilnefningum úr hreyfingunni og frá landsmönnum og bárust alls 367 tilnefningar um alls 175 einstaklinga úr 24 íþróttagreinum. Úr röðum þeirra hefur sérstök valnefnd valið þrjá einstaklinga og mun einn þeirra hljóta heiðursviðurkenninguna Íþróttaeldhugi ársins 2022. Tilkynnt verður um úrslitin, eins og áður sagði, í hófi um kjör Íþróttamanns ársins 2022. Valnefndin var skipuð þeim Þóreyju Eddu Elísdóttur formanni, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Bjarna Friðrikssyni og Degi Sigurðssyni, 

Þeir einstaklingar sem valnefndin valdi úr röðum tilnefninga eru :

  • Friðrik Þór Óskarsson (frjálsíþróttir), sem hefur starfað fyrir ÍR og Frjálsíþróttasamband Íslands,
  • Haraldur Ingólfsson (knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur) sem hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Þór og Þór/KA og 
  • Þóra Guðrún Gunnarsdóttir (listskautar) sem hefur starfað fyrir Björninn, SR og Skautasamband Íslands.

Öll hafa þau unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþrótta til áratuga. Sjá myndir af þremenningunum með frétt.

Myndir með frétt