Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Ekki missa af ráðstefnunni „Íþróttir 2023”!

23.01.2023

 

Ráðstefnan „ÍÞRÓTTIR 2023” verður haldin 1.- 2. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.

Ráðstefnan er þrískipt og fjallar fyrri dagurinn um þjálfun afreksíþróttafólks og seinni dagurinn um íþróttir barna og ungmenna og stjórnun íþróttafélaga. Fjölmargir spennandi fyrirlestrar verða á ráðstefnunni og meðal fyrirlesara verða Elísabet Gunnarsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, Else-Marthe Sørlie Lybekk, Daniel Gould, og fleiri sérfræðingar. Athugið að ráðstefnan fer fram á ensku.

Dagskrá ráðstefnunnar, upplýsingar um fyrirlesara ásamt upplýsingum um skráningu og streymi má finna hér: https://www.rig.is/dagskra2023

Myndir með frétt