Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Góður árangur Íslendinga á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag – tveir Íslendingar á meðal 10 efstu í svigi drengja

24.01.2023

Í dag, þriðjudag, var keppt í 7,5 km skauti drengja í skíðagöngu og svigi drengja á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Bjarni Þór Hauksson, Matthías Kristinsson, Stefán Gíslason og Torfi Jóhann Sveinsson tóku þátt í svigi drengja, en alls 100 keppendur voru á ráslista. Eftir mikla snjókomu síðustu daga var snjórinn mjúkur og aðstæður í fjallinu erfiðar.

Matthías Kristinsson átti stórgóða fyrri ferð og sat í 4. sæti eftir fyrri ferðina. Aðstæður í seinni ferðinni voru mjög erfiðar og eftir mikla baráttu í brautinni náði Matthías 8. sæti. Bjarni Þór Hauksson átti einnig góðan dag og endaði hann í 9. sæti. Stefán Gíslason endaði í 64. sæti. Torfi Jóhann Sveinsson byrjaði fyrri ferðina af krafti og skíðaði vel en hlekktist á í miðri braut og náði ekki að klára fyrri ferðina.

Gleðin var einnig við völd á skíðagöngusvæðinu í Sappada þar sem 66 drengir tóku þátt í 7,5 km skauti. Íslensku keppendurnir voru þeir Ástmar Helgi Kristinsson, Fróði Hymer og Grétar Smári Samúelsson. Fróði Hymer átti góða göngu og náði 19. sæti á tímanum 19:13.5 sem er besti árangur Íslendings á EYOF frá upphafi. Ástmar Helgi fór brautina á tímanum 22:28.7 sem skilaði honum 58. sæti. Grétar Smári hafnaði í 63. sæti á tímanum 23:24.6.

Okkar drengir sýndu það í dag að framtíðin er björt í skíðaíþróttinni og verður spennandi að fylgjast áfram með þessu upprennandi afreksíþróttafólki.

Á morgun, miðvikudag, verður nóg að gera hjá íslenska hópnum þar sem keppt verður í brekkustíl drengja og stúlkna á snjóbretti, 5 km skauti í skíðagöngu stúlkna, svigi stúlkna og stuttu prógrammi á listskautum.

Myndir með frétt