Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
19

Mikið um að vera á fjórða keppnisdegi EYOWF

25.01.2023

 

Það var nóg um að vera í dag, miðvikudag, hjá íslenska hópnum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þegar keppt var í svigi stúlkna, 5 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð stúlkna, brekkustíl stúlkna og drengja á snjóbrettum og í stuttu prógrammi á listskautum.

Tvær stúlkur tóku þátt í 5 km skíðagöngu stúlkna með frjálsri aðferð. Birta María Vilhjálmsdóttir fór kílómetrana fimm á tímanum 17:32.07 sem skilaði henni í 59. sæti. Sigríður Dóra hafnaði í 63. sæti og var á tímanum 20:23.0.

Í brekkustíl á snjóbrettum áttum við þrjá fulltrúa sem öll áttu góðan dag í brekkunni. Reynar Hlynsson fékk 44.0 í einkunn og hafnaði í 15. sæti. Ari Eyland Gíslason fékk einkunnina 32.8 og náði 18. sæti. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir hlaut einkunnina 20.0 og endaði hún keppni dagsins í 14. sæti.

Þær Esther Ösp Birkisdóttir, Eyrún Erla Gestsdóttir, Sonja Lí Kristinsdóttir og Þórdís Helga Grétarsdóttir voru fulltrúar Íslands í svigi stúlkna. Stúlkunnar stóðu sig vel og skiluðu sér allar í mark í báðum ferðum. Esther Ösp náði besta tíma íslensku stúlknanna og hafnaði í 30. sæti, Eyrún Erla endaði í 31. sæti, Sonja Lí Kristinsdóttir í 37. sæti og Þórdís Helga Grétarsdóttir í 39. sæti en alls 88 keppendur voru á ráslista.

Freydís Jóna Jing Bergsveindóttir listskautakona keppti í stuttu prógrammi í dag og skautaði glæsilegt prógramm. Þrátt fyrir að ná ekki að lenda öll stökkin sín hafnaði hún í 28. sæti og fékk einkunnina 25.05. Á föstudaginn keppir hún í löngu prógrammi og á nóg inni til þess að gera enn betur.

Það var því góður árangur á fjórða keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar og verður gaman að fylgjast með á morgun þegar keppt verður í stórsvigi stúlkna og sprettgöngu drengja og stúlkna. Hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá báðum keppnum á vefnum https://eoctv.org/ en dagskrá leikanna má finna hér á heimasíðu leikanna.


Myndir með frétt