Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Nökkvi Þeyr og Hafdís íþróttafólk Akureyrar 2022

25.01.2023

 

Nökkvi Þeyr Þórisson knattspyrnumaður úr Knattspyrnufélagi Akureyrar og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr Hjólreiðafélagi Akureyrar voru kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar 2022 á sameiginlegri athöfn Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem haldin var í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 24. janúar síðastliðinn. Við sama tækifæri voru afreksstyrkir veittir til 20 iðkenda íþrótta og viðurkenningar afhentar til 13 aðildarfélaga ÍBA en félögin áttu samtals 215 Íslandsmeistara á síðasta ári, 2022.  

Nánari upplýsingar um kjörið er að finna á heimasíðu Íþróttabandalags Akureyrar, www.iba.is

ÍSÍ óskar Nökkva Þey og Hafdísi innilega til hamingju með titlana og árangurinn á árinu 2022.