Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Stórsvig og sprettganga á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

26.01.2023

 

Fjórar íslenskar stúlkur kepptu í stórsvigi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir sem hafnaði í 36. sæti náði bestum árangri íslensku stúlknanna. Esther Ösp Birkisdóttir hafnaði í 38. sæti og Þórdís Helga Grétarsdóttir í 43. sæti og bættu þær allar stöðu sína á heimslista. Sonju Lí Kristinsdóttur hlekktist á í fyrri ferðinni og náði ekki að ljúka keppni.

Einnig var keppt í sprettgöngu og þar áttum við fimm keppendur. Í drengjaflokki var Fróði Hymer hársbreidd frá því að tryggja sig inn í fjórðungsúrslit þegar hann hafnaði í 34. sæti í undanrásum en 30 efstu keppendurnir komast áfram í fjórðungsúrslit. Ástmar Helgi Kristinsson hafnaði í 41. sæti og Grétar Smári í 54. sæti. Í stúlknaflokki náði Birta María Vilhjálmsdóttir 59. sæti og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir í 62. sæti.

Keppendur í skíðagöngu hafa haft nóg að gera þessa vikuna og eru nú þegar búin með þrjár keppnir, þau ljúka keppni á mótinu á morgun þegar keppt verður í blandaðri boðgöngu.

Á morgun verður einnig keppt í stórsvigi drengja þar sem við eigum fjóra keppendur og á listskautum þar sem Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir keppir í löngu prógrammi.

Allir eru hvattir til að fylgjast með þessu öfluga og efnilega íþróttafólki í beinni útsendingu á vefnum https://eoctv.org/ og þá má einnig nálgast öll úrslit inn á heimasíðu leikanna https://www.eyof2023.it/ 

Myndir með frétt