Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Lífshlaupið formlega sett af stað!

02.02.2023

Mikil orka og gleði var í höfuðstöðvum Advania í gær þegar Lífshlaupið var formlega ræst af stað, að viðstöddum góðum gestum.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ bauð gesti velkomna og opnaði setninguna með því að tala um mikilvægi þess að fólki fengi tækifæri til að hreyfa sig. Alma Möller, landlæknir, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, komu einnig á setninguna og héldu lítil erindi um mikilvægi þess að hreyfa sig út frá ýmsum þáttum, svo sem lýðheilsu, forvörnum og fleira. Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania talaði svo að lokum mikilvægi þessa verkefnis fyrir starfsmenn og heilsu þeirra en þátttaka í Lífshlaupinu þjappi fólki saman og ýti undir bæði hreyfingu og samstöðu í keppninni.

Andri Stefánsson afhenti starfsfólki Advania Lífshlaupsfánann, en Advania hefur verið duglegt við þátttöku í Lífshlaupinu undanfarin ár og sigraði vinnustaðakeppnina í fyrra. Þá var sett í gang plankakeppni til að koma keppnisskapinu í gang en sigurvegari hennar hélt út í um 7 mínútur.

ÍSÍ hvetur alla til að taka þátt í Lífshlaupinu og skrá sig til leiks. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lífshlaupsins,Lífshlaupið | Lífshlaupið (lifshlaupid.is) og á Facebook síðu þeirra, Lífshlaupið | Facebook.

Myndir með frétt