Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Yfirlýsing varðandi stöðu mála í Úkraínu

07.02.2023

 

Ólympíunefndir,  íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hittust á veffundum 3. febrúar sl.  Þessi norrænu samtök ítreka afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu.

Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu:

  1. Staðan í stríðinu í Úkraínu hefur ekki breyst.
  2. Þess vegna stöndum við fast við þá afstöðu okkar, að opna ekki fyrir þátttöku íþróttafólks og embættismanna frá Rússlandi og Belarús í alþjóðlegu íþróttastarfi.
  3. Nú er ekki rétti tíminn til að huga að endurkomu þeirra; það er afstaða okkar.
  4. Við, Ólympíunefndir,  íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum, notum þetta tækifæri til að ítreka staðfastan stuðning okkar enn og aftur við úkraínsku þjóðina og kröfuna um frið.
  5. Við, Ólympíunefndir,  íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum munum vinna saman og í nánu samráði við viðeigandi hagsmunaaðila til að meta stöðuna og fylgjast náið með ástandinu.

Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka:

Danmörk
Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans Natorp
Danish Paralympic Committee, John Petersson


Finnland
Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori
Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio

Ísland
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lárus Blöndal
Íþróttasamband fatlaðra, Þórður Árni Hjaltested

Noregur
Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll

Svíþjóð
Swedish Olympic Committee, Acting President Anders Larsson
Swedish Confederation of Sports, Björn Eriksson
Swedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin

Grænland
The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann

Færeyjar
Faroese Confedaration of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir Joensen
Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen

Álandseyjar
Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves