Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

EOC gefur 40 milljónir til Tyrklands

13.02.2023

 

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur gefið 250.000 evrur eða um 40 milljónir íslenskra króna til hjálpar þeim sem illa hafa orðið úti í hamförunum í Tyrklandi. Í samráði við Alþjóðaólympíunefndina (IOC) er framlaginu ráðstafað til Ólympíunefndar Tyrklands til að aðstoða Ólympíusamfélagið og íbúa á þeim svæðum sem urðu fyrir verstu afleiðingunum af skjálftunum.

Í fréttatilkynningu frá sambandinu er haft eftir Spyros Capralos, forseta EOC, að allir  hjá sambandinu séu sorgmæddir yfir þessum hrikalega atburði í Tyrklandi og Sýrlandi. Sambandið hafi ákveðið að gera sitt í að aðstoða Ólympíunefnd Tyrklands og fólkið á þeim svæðum sem urðu verst úti í skjálftunum og því samþykkt sérstakt framlag til Ólympíunefndar Tyrklands úr styrkjasjóði sambandsins í þeim tilgangi. Hann sagði hug allra vera hjá þeim sem urðu fyrir áhrifum af jarðskjálftunum og kom á framfæri innilegum samúðarkveðjum frá EOC til allra þeirra sem misstu ástvini í hamförunum sem og góðum bataóskum til þeirra sem slösuðust.

Þess má geta að ÍSÍ sendi Ólympíunefndum Tyrklands og Sýrlands dýpstu samúðarkveðjur vegna hamfaranna.