Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Ársþing HSÞ á Grenivík

27.02.2023

 

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga fór fram í Grenivíkurskóla á Grenivík 26. febrúar síðastliðinn.  Þingið fór vel fram í alla staði undir styrkri stjórn þingforsetans Ástu Fannar Flosadóttur. 

Ásgerður Guðmundsdóttir annar tveggja verkefnastjóra heilsueflingar 60+ var með kynningu á verkefninu Bjartur lífsstíll og afhenti HSÞ handbækur, sem tilvalið er að nota sem verkfærakistur fyrir hreyfiúrræði eldra fólks.  Bjartur Lífsstíll hefur það að leiðarljósi að benda á hreyfiúrræði fyrir eldra fólk og hjálpa því að tileinka sér daglega hreyfingu.   

Allmargar tillögur lágu fyrir á þinginu og voru umræður bæði miklar og málefnalegar í nefndum þingsins.  Fjöldi viðurkenninga voru veittar eins og á fyrri þingum, og var íþróttamaður ársins kynntur en það er Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir blakkona úr Völsungi á Húsavík.  Þrír aðilar voru heiðraðir af HSÞ fyrir vel unnin störf, þau Jónas Egilsson fyrrum formaður HSÞ sem hlaut silfurmerki og Heimir Ásgeirsson og Björn Ingólfsson sem hlutu gullmerki HSÞ. 

Kosið var til stjórnar sambandsins og hana skipa nú þau Jón Sverrir Sigtryggsson formaður, Jónas Halldór Friðriksson, Sigfús Hilmir Jónsson, Hulda Þórey Garðarsdóttir og Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson og varamenn í stjórn eru þau Dagbjört Aradóttir og Héðinn Björnsson.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ. 

Á myndunum má sjá yfir þingsalinn á Grenivík, í pontu er Ásgerður Guðmundsdóttir og á síðustu myndinni eru frá vinstri Jónas Egilsson, Heimir Ásgeirsson og Björn Ingólfsson sem heiðraðir voru af HSÞ ásamt Jóni Sverri Sigtryggssyni formanni héraðssambandsins.

Myndir með frétt