Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Ársþing HRÍ

03.03.2023

 

Þann 25.febrúar sl hélt Hjólreiðasamband Ísland ársþing sitt í félagsheimili Víkings í Safamýri, sem áður var félagsheimili Knattspyrnufélagsins Fram. Mæting var góð og fór fundurinn vel fram.  Farið var yfir skýrslu stjórnar, ársreikning og fjárhagsáætlun.  Einnig voru lagðar fram lagabreytingar, en nánari upplýsingar um þær má finna hér.
Kosið var til formanns til eins árs og var Bjarni Svavarsson sjálfkjörinn, en hann var einn í framboði.  
Kosið var til aðalstjórnar og voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára: Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Sigurður Ólafsson og Ólafur Aron Haraldsson.  Til eins árs: Margrét Arna Arnardóttir

Nánar um þingið og þau gögn sem lögð voru fram, má finna hér.