Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Ný fundar- og ráðstefnuaðstaða ÍSÍ

03.03.2023

 

Á síðastliðnum vikum og mánuðum hafa umfangsmiklar framkvæmdir staðið yfir á 3ju hæð Íþróttamiðstöðvarinnar að Engjavegi. Ráðist var í miklar breytingar á hæðinni vegna flutninga þjónustumiðstöðvar UMFÍ í húsið og ákveðið að endurnýja ráðstefnu- og fundarsali á hæðinni á sama tíma. Nú fer framkvæmdum senn að ljúka og er aðstaðan öll að verða hin glæsilegasta. Auk þess sem aðstaða UMFÍ er að verða klár þá hafa fundarsalir ÍSÍ verið endurnýjaðir að öllu leyti, með nýjum húsgögnum, tækjum og fundarbúnaði svo hægt sé að halda fundi og viðburði við bestu skilyrði.  

Á meðfylgjandi myndum má sjá meðlimi framkvæmdastjórnar ÍSÍ á sínum fyrsta fundi í nýju fundaraðstöðunni og sjá má að aðstaðan er mikið breytt og öll hin glæsilegasta. Nú þegar hafa verið haldin ársþing nokkurra sérsambanda í aðstöðunni og hafa þátttakendur verið mjög ánægðir með hana.  

Myndir með frétt