Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Afreksbúðir ÍSÍ

06.03.2023

 

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram um liðna helgi í nýrri og glæsilegri fundaraðstöðu í Íþróttamiðstöð ÍSÍ. Afreksbúðirnar eru ætlaðar iðkendum 18 ára og yngri, sem eru í afreks- og úrvalshópum sérsambandanna en sérsambönd ÍSÍ tilnefna þátttakendur í afrekshópana.  

Afreksbúðir ÍSÍ eru haldnar reglulega yfir árið og er farið yfir málefni tengd afreksíþróttum hverju sinni, sem þátttakendur geta nýtt sér í sinni þjálfun.  Að þessu sinni kom Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir, fyrrum afreksíþróttakona í spjótkasti og hélt fyrirlestur um sjálfsþekkingu, þ.e. sjálfstraust og eigin styrkleika, sem er mikilvægt að vera meðvitaður um til að ná langt í íþróttum.  Sigrún er einnig háskólamenntuð í sálfræði og að auki markþjálfi.  Að fyrirlestri loknum var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur fengu verkefni til þess að vinna í og taka með sér heim. 

Vel var mætt á fyrirlesturinn en um tuttugu og fimm þátttakendur væru mættir í sal og um þrjátíu þátttakendur fylgdust með í gegnum fjarfundabúnað. 

 

Myndir með frétt