Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Mikilvægar upplýsingar varðandi miðasölu á ÓL í París 2024

07.03.2023

 

Skipuleggjendur Ólympíuleikana í París eru einu söluaðilar stakra miða á viðburði leikanna. Skráning í fyrsta söluferli miða rann út 31. janúar sl. og hófst í kjölfarið sala svokallaðra Games Pack (þrír viðburðir í pakka).

Þann 15. mars nk. hefst svo skráning í söluferli stakra miða á viðburði. Til að eiga möguleika á að verða dreginn út í miðalottóinu fyrir sölu stakra miða verður að skrá sig á heimasíðu leikanna og eru allir áhugasamir hvattir til að skrá sig þar sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráingu þann 15. mars nk..

Til viðbótar má nefna að skráning í Club Paris 2024 tryggir gott upplýsingaflæði um það sem framundan er varðandi miðasölu og mælum við með því að allir sem skrá sig í miðalottóið skrái sig líka í klúbbinn.

Listi yfir algengar spurningar og svör varðandi miðasölu leikanna (á ensku).