Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
14

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu 2023

28.03.2023

 

Vegna fyrirhugaðra Smáþjóðaleika, sem verða 28.maí til 3.júní nk á Möltu, var haldinn fararstjórafundur þar í landi í síðustu viku.  Tilgangur fundarins var að fara yfir aðstæður keppnisgreina og tryggja að allt verði eins og best verður á kosið þegar leikar hefjast í maí.  Fyrir hönd ÍSÍ fóru Brynja Guðjónsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir, sérfræðingar á afrekssviði ÍSÍ en þær verða fararstjórar á leikunum og hafa margra ára reynslu af skipulagi og utanumhaldi slíkra ferða.  Olga Bjarnadóttir, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, var einnig með í för en hún situr í tækninefnd leikanna og kemur til með að annast eftirlit með Rugby á leikunum.  

Á leikana í sumar munu fara fyrir Íslands hönd um 80 keppendur, sem munu taka þátt í sundi, frjálsíþróttum, judo, siglingum, skotíþróttum, skvassi, borðtennis og tennis, en keppendur og fylgdarlið Íslands verða vel yfir 100 manns. Að auki verður keppt í Rugby og körfuknattleik en að þessu sinni mun Ísland ekki taka þátt í þeim greinum. 

Smáþjóðaleikarnir fóru fyrst fram árið 1985 í San Marino og hafa þeir farið fram á tveggja ára fresti síðan þá, að undanskildu árinu 2021, þegar leikunum var aflýst vegna covid.  Þátttökurétt á leikunum eiga aðeins þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þátttökulönd auk Íslands eru því Andorra, Kýpur, Leichtenstein, Lúxemborg, Malta, San Marinó, Monakó og Svartfjallaland. Ísland hélt síðast Smáþjóðaleika árið 2015.

Meira um Smáþjóðaleika á Möltu í sumar hér.

Myndir með frétt