Miðar á ÓL í París 2024 - til 20. apríl

Við minnum enn og aftur á miðasöluna fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Núna eru skipuleggjendur leikana þeir einu sem selja miða á viðburði leikanna og hefur skrifstofa ÍSÍ enga milligöngu.
Sölufasi 2, þar sem áhugasömum gefst kostur á að taka þátt í miðalottói, til að geta í framhaldinu keypt staka miða á viðburði, setningar- og/eða lokahátíð leikanna, er opinn til 20. apríl. Hér má finna skráningarsíðuna.
Til að tryggja að miðalottóumsækjendur fái sem bestar upplýsingar varðandi miðasöluna er mælt með að þeir skrái sig í Club Paris 2024 en þeir sem skrá sig þar inn munu vera í forgangi þegar dregið verður út í miðalottóinu. Allar nánari upplýsingar varðandi miðamál leikanna er að finna á heimasíðu leikanna.
Hægt er að kaupa VIP-pakka á leikana í gegnum fyrirtækið On Location, sem er samstarfsaðila ÓL í París. Þeir eru dýrari þar sem þeir innihalda allir eitthvað aukalega, t.d. ferðir, gistingu, mat og upplifun auk miða á viðburði. Allar upplýsingar varðandi VIP pakka On Location má finna hér.
Smelltu hér til að finna dagskrá leikanna, staðsetningar viðburða og miðaverð.