Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

„Viðurkenning sem þessi er hvatning fyrir allt okkar starf“

08.05.2023

 

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fjölmennri nýliðakynningu félagsins fimmtudaginn 4. maí síðastliðinn.

GKG er með eitt öflugasta barna- og unglingastarf landsins hvað varðar golfíþróttina.  Það var Viðar Sigurjónsson á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins Jóni Júlíussyni viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Kristín Helga Ingadóttir, Guðjón Frans Halldórsson, Róbert Leó Arnórsson, Karen Lind Stefánsdóttir, Ástrós Arnarsdóttir íþróttastjóri GKG sem heldur á viðurkenningarskjalinu, Markús Árelíus Hannesson og Jón Júlíusson formaður GKG.   

„Við hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar erum mjög stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Hjá okkur í GKG er lögð rík áhersla á faglegt og metnaðarfullt starf á öllum stigum og er viðurkenning sem þessi hvatning fyrir allt okkar starf“ sagði Jón Júlíusson formaður GKG af þessu tilefni.