Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
1

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna var stórglæsileg

29.05.2023

 

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fór fram í kvöld en hún hófst kl.20.45 eða 18.45 að íslenskum tíma.  Hún var afar listræn og glæsileg og fangaði hugmyndafræðina um íþróttir, vináttu og hvernig tvinna má saman þessa tvo þætti, með afar listrænni sýningu, tónlist og dansi. Fánaberar fyrir Ísland voru Anton Sveinn McKee, sundmaður, og Jórunn Harðardóttir, skotíþróttakona.

Hátíðin fór fram í hjarta höfuðborgarinnar, Valetta, og var umgjörðin glæsileg. Ráðherra íþrótta, menningar og þróunar hélt ávarp sem og forseti Ólympíunefndar Möltu og forsætisráðherra Möltu, sem setti hátíðina formlega. Kveikt var á Ólympíueldinum á glæsilegan máta með áhrifaríkum hætti og fylgdi þemalag keppninnar með, ásamt glæsilegri og eftirminnilegri flugeldasýningu. 

Hugmyndina um fjölbreytta íþróttakeppni milli smáþjóða Evrópu má rekja aftur til ársins 1981. Það var útbreidd skoðun að íþróttakeppni, þar sem smáþjóðir öttu kappi saman, gæti orðið til þess að efla anda og hugsjón Ólympíuhreyfingarinnar og treysta vináttubönd þjóðanna. Til 
Smáþjóðaleikanna (GSSE) var stofnað að frumkvæði þáverandi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, hr. Juan Antonio Samaranch. Þátttökurétt eiga Evrópuþjóðir með íbúatölu undir einni milljón og ólympíunefndir þjóðanna þurfa einnig að vera viðurkenndar af Alþjóðaólympíunefndinni (IOC).

Stofnþjóðirnar átta voru: Andorra, Mónakó, Kýpur, Ísland, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó. Svartfjallaland sótti um aðild að GSSE og tók fyrst þátt í leikunum 2011.

Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985, en síðan hafa þeir verið haldnir í Andorra (1987), Kýpur (1989), Mónakó (1991), Möltu (1993), Lúxemborg (1995), Íslandi (1997), Liechtenstein (1999), San Marínó (2001), Möltu (2003), Andorra (2005), Mónakó (2007), Kýpur (2009), Liechtenstein (2011), Lúxemborg (2013), Íslandi (2015), San Marínó (2017), Svartfjallalandi (2019).

Um 1.000 keppendur frá níu löndum munu keppa í 10 íþróttagreinum næstu fimm dagana. 

Heimasíðu keppninnar má finna hér

Myndir með frétt