Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
17

Netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu

13.06.2023

 

Í kjölfar þingsályktunartillögur sem samþykkt var á Alþingi 3. júní 2020 um aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2025 er varðar forvarnir meðal barna og ungmenna og kynbundnu ofbeldi og áreitni, setti Barna- og fjölskyldustofa á laggirnar netnámskeið fyrir starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum.

Sérfræðingar Barnahúss útbjuggu gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Námskeiðið fjallar um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig bregðast skal við ef barn greinir frá ofbeldi. Námskeiðið er í fjórum útgáfum með eftirfarandi markhópa í huga: Leikskóla, yngri bekki grunnskóla ásamt frístundaheimilum, eldri bekki grunnskóla ásamt félagsmiðstöðvum og framhaldsskóla. 

Það er mikilvægt að allir þeir sem vinna með börnum og unglingum þekki einkenni barna sem hafa orðið fyrir hvers kyns kynferðisofbeldi. Með því að bregðast við eins hratt og hægt er því minni líkur eru á því að ofbeldið eigi sér stað yfir lengri tíma eða afleiðingarnar hafi varanleg áhrif á líðan barnanna.

Þó að námskeiðið sé sérstaklega hugsað fyrir skólastigin þá gagnast það einnig öðrum sem vinna með börnum og unglingum.

Hér nánar í frétt á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu.