Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Tölfræði ÍSÍ fyrir árið 2022

04.10.2023

 

ÍSÍ býr yfir rafrænum gögnum um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, allt frá árinu 1994 þegar rafræn starfsskýrsluskil voru fyrst sett á laggirnar. Um er að ræða einstök gögn sem gefa gott og ítarlegt yfirlit yfir þróun íþrótta á Íslandi, og umfang og samsetningu íþróttahreyfingarinnar.

Skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. sem smíðað var af Sportabler, var tekið í notkun á síðasta ári og er í stöðugri þróun. Þetta er því annað árið sem starfsskýrslum er skilað í kerfinu og er komin góð reynsla hjá hreyfingunni. Með tilkomu nýja skilakerfisins er hægt að vinna góða tölfræði sem speglar starfið í hreyfingunni. Unnið er með Power BI til að greina og birta gögn myndrænt fyrir notendur. Það hefur aukið möguleika notenda á skoðun og flokkun gagna.

Þrjár tegundir af vinnuborðum hafa verið útbúnar: 

  • Tölfræði 2022 - heildar skrá með öllum upplýsingum.
  • Samanburður áranna 2022 og 2021 - þar sem verið er að bera saman iðkendur/iðkanir á milli þessara ára, bæði hjá íþróttahéruðum og sérsamböndum. 
  • Samanburður 2019–2022, verið er að bera saman iðkendur sérsambanda á þessum fjórum árum. 

 

Myndræn tölfræði ÍSÍ