Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir valin dómarar á Ólympíuleikana í París 2024

07.12.2023

 

Nýverið voru tveir af reyndustu dómurum landsins í áhaldafimleikum, Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir, valin af Alþjóðafimleikasambandinu, til þess að dæma á Ólympíuleikunum í París 2024.

Ólympíuleikarnir í París á næsta ári verða þeir fimmtu sem Björn Magnús dæmir en hann er einn af fáum dómurum sem hafa dæmt á svo mörgum Ólympíuleikum.  Árið 2022 var hann sæmdur tveimur viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf í þágu íþróttarinnar af Alþjóðafimleikasambandinu og Evrópska Fimleikasambandinu.

Hlín Bjarnadóttir mun hins vegar dæma á sínum öðrum Ólympíuleikum en eftir að fimleikaferlinum hennar lauk, hefur hún verið áberandi og drífandi í starfi Fimleikasambandsins en hún hefur verið sérlega dugleg við dómgæslu og dæmt á Evrópu-, Heimsmeistara-, Heimsbikar- og öðrum alþjóðlegum mótum, auk þess að vera valin til þess að dæma Evrópuleika.

ÍSÍ óskar Birni og Hlín innilega til hamingju með hlutverkið og óskar þeim góðs gengis á Ólympíuleikunum í París næsta sumar!