Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2024 - 02.03.2024

Ársþing HRÍ 2024

Ársþing Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) verður...
09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Íþróttir fyrir alla - Þátttaka barna, með sérþarfir, í almennum íþróttum

08.12.2023

 

Undanfarin þrjú ár, eða frá árinu 2021, hefur Special Olympics hópur Körfuknattleiksdeildar Hauka tekið þátt í Evrópuverkefni EEA og Norway Grant sem kalla má „Þátttaka barna, með sérþarfir, í almennum íþróttum" (e. Inclusion Through Sport for Children with Developmental Disabilities) en þessu verkefni er nú senn að ljúka. Þau lönd sem hafa verið með í verkefninu eru Bosnía Herzegóvína, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Svartfjallaland auk háskóla í Poznan í Póllandi.  

Tilgangur verkefnisins sem og starfs Hauka, er að gefa öllum börnum tækifæri til að blómstra á eigin forsendum í gegnum íþróttir, byggja upp sjálfstraust og eignast nýja vini. Í gegnum körfuboltastarfið hefur tekist að virkja börnin, styrkja sjálfsímynd þeirra og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Hvert og eitt skref er byggt upp útfrá mikilvægi þess að þróa með sér seiglu og þrautseigju. Framfarir hafa verið mjög miklar og öll börnin taka nú þátt í mótum þar sem keppt er við lið frá öðrum félögum. Þó stefnt sé í framtíðinni á heimsleika Special Olympics er meginmarkmið að byggja upp hóp þar sem öllum líður vel.

Í maí 2023 kom myndatökulið til Íslands að mynda lið Hauka á Stjörnustríðsmótinu í Garðabæ. Starfið hefur vakið gríðarlega athygli og myndbandið var valið til birtingar á miðlum Special Olympics í Evrópu á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember.  Hér má sjá myndbandið.

Eftirfarandi skilaboð komu í kjölfar myndbandsins frá Special Olympics í Evrópu:
 „Á alþjóðadegi fatlaðra er horft til lausna og nýrra verkefna sem gefa fólki með fötlun tækifæri til að taka virkan þátt og verða fullgildir þjóðfélagsþegnar.  Þessi börn og þeirra frábæru þjálfarar eru eitt besta dæmið um slíkt verkefni.

Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið.

ÍSÍ fagnar öllum valmöguleikum sem í boði eru í íþróttaflórunni og óskar Special Olympics hópi Körfuknattleiksdeildar Hauka til hamingju með árangurinn og flott starf!