Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27

Freyja Dís fyrst til að vinna sér þátttökurétt á úrslitamóti World Series í bogfimi

22.01.2024

 

Freyja Dís Bene­dikts­dótt­ir, bogfimikona, varð um helgina fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að vinna sér inn þátttökurétt og keppa á úr­slita­móti í heims­bik­arkeppni U21 árs í bog­fimi en keppt var í Nimes í Frakklandi.  Freyja varð í sjötta sæti í heims­bik­arn­um á tíma­bil­inu og tryggði sér þannig sæti á úr­slita­mót­inu.  Á úrslitamótinu Freyja keppti á móti hinni frönsku Alyssu Chambraud, en féll út í 16-liða úrslitum.  Hún endaði í níunda sæti og var sátt við að vera á topp tíu listanum eftir tímabilið.  

Nánari upplýsingar um afrek Freyju Dísar má finna á heimasíðu Bogfimisambandsins!

Mynd/Bogfimisamband Íslands

ÍSÍ óskar Freyju Dís innilega til hamingju með árangur og góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru!