Úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ
21.03.2024
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum 14. mars sl., tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. meðfylgjandi yfirlit yfir úthlutun.
Framlag á fjárlögum 2024 er 101 m.kr. sem er hækkun upp á 2 milljónir frá árinu 2023. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu.
Yfirlit yfir úthlutun ríkisstyrks 2024.
| Sérsamband | Upphæð | |
| Akstursíþróttasamband Íslands | AKÍS | 2.523.934 | 
| Badmintonsamband Ísland | BSÍ | 2.905.443 | 
| Blaksamband Íslands | BLÍ | 3.090.199 | 
| Bogfimisamband Íslands | BFSÍ | 2.905.443 | 
| Borðtennissamband Íslands | BTÍ | 2.523.934 | 
| Dansíþróttasamband Íslands | DSÍ | 2.708.690 | 
| Fimleikasamband Íslands | FSÍ | 4.443.477 | 
| Frjálsíþróttasamband Íslands | FRÍ | 3.483.706 | 
| Glímusamband Íslands | GLÍ | 1.452.721 | 
| Golfsamband Íslands | GSÍ | 4.258.721 | 
| Handknattleikssamband Íslands | HSÍ | 4.246.724 | 
| Hjólreiðasamband Íslands | HRÍ | 2.523.934 | 
| Hnefaleikasamband Íslands | HNÍ | 2.523.934 | 
| Íshokkísamband Íslands | ÍHÍ | 3.090.199 | 
| Íþróttasamband fatlaðra | ÍF | 2.794.003 | 
| Júdósamband Íslands | JSÍ | 2.708.690 | 
| Karatesamband Íslands | KAÍ | 2.708.690 | 
| Keilusamband Íslands | KLÍ | 2.708.690 | 
| Klifursamband Íslands | KÍ | 2.523.934 | 
| Knattspyrnusamband Íslands | KSÍ | 4.812.990 | 
| Kraftlyftingasamband Íslands | KRAFT | 2.708.690 | 
| Körfuknattleikssamband Íslands | KKÍ | 4.049.971 | 
| Landssamband hestamannafélaga | LH | 3.286.952 | 
| Lyftingasamband Íslands | LSÍ | 2.523.934 | 
| Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands | MSÍ | 2.523.934 | 
| Siglingasamband Íslands | SÍL | 2.523.934 | 
| Skautasamband Íslands | ÍSS | 2.708.690 | 
| Skíðasamband Íslands | SKÍ | 3.274.955 | 
| Skotíþróttasamband Íslands | STÍ | 2.708.690 | 
| Skylmingasamband Íslands | SKY | 2.905.443 | 
| Sundsamband Íslands | SSÍ | 3.274.955 | 
| Taekwondosamband Íslands | TKÍ | 2.523.934 | 
| Tennissamband Íslands | TSÍ | 2.523.934 | 
| Þríþrautarsamband Íslands | ÞRÍ | 2.523.934 |